Heimsókn í Kalda
Best væri fyrir þig/ykkur að bóka tíma hér til hliðar og við höfum samband strax og auðið er.
Í kynningu förum við yfir framleiðslu bjórsins, sögu fyrirtækisins og gefum við smakk á þeim bjórum sem eru í boði þess um sinn.
Gengið er um verksmiðjuna sjálfa og séð allar þær vinnuaðstöður sem eru í boði.
Heimsóknin kostar 2000 kr á mann og fylgir sérmerkt Kalda glas með.
Hver kynning er klst að lengd en þó kjósa margir að stoppa styttra og er það líka í lagi.
Við tökum vel á móti þér og þínum.