Hráefnið

Maltað bygg -

Kaldi flytur inn byggið sitt frá Tékklandi, eða Moravia héruðunum. Við notum eingöngu hágæða tveggja raða korn, sem er maltað hjá Raven Trading og okkar maður þar, hann Antonín Kolman hefur verið annast okkur um hráefni frá stofnun Bruggsmiðjunnar Kalda, síðan 2006. Okkar mest notaða malt er Pilsen kornið sem er undirstaðan í flestum okkar bjórum, og við notum einnig fjöldan allan af mismunandi möltuðu byggi.

Humlar –

Humlarnir sem við notum í bjórana okkar koma frá hinum ýmsu löndum. Helst má nefna Tékknesku Sládek og Saaz humla sem einkenna okkar vinsælustu bjóra. Við notum humla frá Bandaríkjunum á borð við Citra, Mosaic, Azacca. Fleiri lönd sem við verslum humla frá eru til dæmis Ástralía, Nýja-Sjáland og Bretland.

Vatnið –

Vatnið sem við notum í Kalda kemur úr lind við Sólarfjall, en fjallið stendur beint á móti bruggverksmiðjunni sjálfri. Vatnið spilar mjög stóran þátt í hvernig Kaldi bragðast, og viljum við hér í Bruggsmiðjunni meina að vatnið okkar sé fullkomið.

Ger –

Gerið sem við notum í Kalda lager bjórana kemur frá rannsóknarstofu í Tékklandi, og höldum við alltaf sama stofn af geri til að halda stöðugleika í bjórnum. Í ölin okkar notum við ýmiskonar ger, og það fer einfaldlega eftir því hvernig bjór við ætlum okkur að brugga.