Stinnings Kaldi

Stinnings Kaldi er fjórða tegundin frá Bruggsmiðjunni. Stinnings Kaldi er öl, gerjað með ensku geri. Það sem gerir þennan bjór frábrugðinn öðrum er að við bætum út í hann hvönn sem er skorin í Hrísey og unnin af Saga Medica.
Innihald
Stinnings Kaldi er rafgullið öl, með mjúkri beiskju. Í þennan bjór er notuð hvönn sem skorin er í Hrísey og unnin af Saga Medica.
Hvönnin gerir bjórinn mjög einstakan og frábrugðin öðrum bjórum en hvönnin gefur frá sér lakkrískeim.
Í bjórinn eru notaðar þrjár tegundir af tékknesku malti og humlar frá Tékklandi og Nýja Sjálandi.
Án rotvarnarefna. Enginn viðbættur sykur
- Alkólhól 4,6%
- Rúmmál 330 ML
- Bjór