Bjórinn okkar

Allir bjórar frá Kalda eru ógerilsneyddir, án rotvarnarefna og án viðbætts sykurs (frá talinn Súkkulaði Porter sem inniheldur Síríus súkkulaði)

Bjórinn er bruggaður eftir þýsku gæðalögunum s.s. eingöngu notað þau grunnhráefni sem nota á í bjór: vatn, maltað bygg, humlar og ger.

Byggið kemur frá Tékklandi, en humlarnir frá t.d. Tékklandi, Bandaríkjunum, Ástralíu og Nýja-Sjálandi.

Kaldi Ljós er fyrsti bjórinn sem Bruggsmiðjan Kaldi kom með á markað, og er einnig söluhæsti flöskubjórinn á Íslandi. Kaldi Ljós er lager bjór, en er bruggaður eftir Pilsner hefðinni, svo hann flokkast sem slíkur.

Innihald

Kaldi ljós er ljóskopargullin lager bjór með mjúkri fyllingu. Bjórinn er bruggaður úr Tékknesku malti og í hann eru notaðir Tékkneskir Sládek og Saaz humlar til að búa til þægilega beiskju og ilm.

Án rotvarnarefna. Enginn viðbættur sykur

  • Alkólhól 5%
  • Rúmmál 330 ML
  • Bjór

Kaldi Dökkur er annar bjórinn sem Bruggsmiðjan setti á markað. Þessi dökki Pilsner er rafbrúnn á lit með mikilli fyllingu, ristuðu malti og karamellu keim. Kaldi dökkur á sér afar tryggan kúnnahóp sem stækkar meir og meir.

Innihald

Kaldi dökkur er dökk rafbrúnn lager bjór með meðalfyllingu. Bjórinn er bruggaður úr fjórum tegundum af Tékknesku malti og í hann eru notaðir Tékknesku humlarnir Sládek og Saaz.

Án rotvarnarefna. Enginn viðbættur sykur

  • Alkólhól 5%
  • Rúmmál 330 ML
  • Bjór

Norðan Kaldi er þriðja tegundin frá Bruggsmiðjunni, og jafnframt fyrsta ölið sem kom frá Kalda. Norðan Kaldi er öl af enskum stíl, rafbrúnn og maltmikill.

Innihald

Norðan kaldi er rafgullið öl, með fersku humlabragði og ristuðu maltbragði. Bjórinn er bruggaður úr 3 tegundum af tékknesku malti og í hann eru notaðir tékkneskir og nýsjálenskir humlar.

Án rotvarnarefna. Enginn viðbættur sykur

  • Alkólhól 5.4%
  • Rúmmál 330 ML
  • Bjór

Stinnings Kaldi er fjórða tegundin frá Bruggsmiðjunni. Stinnings Kaldi er öl, gerjað með ensku geri. Það sem gerir þennan bjór frábrugðinn öðrum er að við bætum út í hann hvönn sem er skorin í Hrísey og unnin af Saga Medica.

Innihald

Stinnings Kaldi er rafgullið öl, með mjúkri beiskju. Í þennan bjór er notuð hvönn sem skorin er í Hrísey og unnin af Saga Medica.
Hvönnin gerir bjórinn mjög einstakan og frábrugðin öðrum bjórum en hvönnin gefur frá sér lakkrískeim.
Í bjórinn eru notaðar þrjár tegundir af tékknesku malti og humlar frá Tékklandi og Nýja Sjálandi.

Án rotvarnarefna. Enginn viðbættur sykur

  • Alkólhól 4,6%
  • Rúmmál 330 ML
  • Bjór

Þessi 10 ára afmælis bjór frá Kalda er Pilsner stíll, en humlaður með Amerískum Mosaic. Bjórinn er 6,5% Alk og hefur létta og þægilega fyllingu en frískandi humlabragði. Þessi bjór verður væntanlega eingöngu í sölu þetta tímabil, og hver veit nema hann komi aftur á markað eftir önnur 10 ár.

 

Innihald

Íslenskt vatn, Saaz humlar og tékkneskt matlað bygg sem inniheldur glútein.

Án rotvarnarefna. Enginn viðbættur sykur

  • Alkólhól 6,5%
  • Rúmmál 330 ML
  • Bjór

Þorra Kaldi var settur fyrst á markað árið 2008, en bjórinn hefur tekið miklum breytingum frá fyrstu bruggunum. Í dag er Þorra Kaldi með mikilli beiskju, og ef ekki væri fyrir lager gerjunina á bjórnum, væri hann væntanlega flokkaður sem Pale Ale.

Innihald

Þorra Kaldi er koparlitaður lager bjór með mikilli beiskju og ríkri humlalykt. Í bjórinn eru notaðar þrjár tegundir af Tékknesku malti, Tékkneskir og Nýsjálenskir humlar.

Án rotvarnarefna. Enginn viðbættur sykur

  • Alkólhól 5,6%
  • Rúmmál 330 ML
  • Bjór

Árið 2009 kom Bruggsmiðjan fyrst með Páska Kalda. Páska Kaldi er rafbrúnn, sætur með mikilli fyllingu. Létt beiskja og ristað malt.

Í glasi sjáum við koparbrúnan tón og vanilluhvíta froðu, mikið af henni.
Í Páska Kalda má finna sætt malt og karamellukeim, einnig frískan ávaxtakeim.

Innihald

Í bjórinn eru notaðar fjórar tegundir af tékknesku malti og fjórar tegundir af humlum.

Án rotvarnarefna. Enginn viðbættur sykur

  • Alkólhól 5,2%
  • Rúmmál 330 ML
  • Bjór

Fyrir jólin árið 2008 kom Bruggsmiðjan fyrst með Jóla Kalda á markað. Bjórinn er rauður að lit, meðal fylling með mikilli karamellu sætu og þægilegri beiskju. Jóla Kaldi hefur verið gífurlega vinsæll frá því hann fór fyrst á markað og var söluhæsti flöskubjór síðastu Jól.

 

Innihald

Jóla Kaldi er rafbrúnn lager bjór.
Hann hefur þétta fyllingu og er meðalbeiskur.
Í bjórnum má finna malt og kryddbragð, sem og smá ávöxt.

Án rotvarnarefna. Enginn viðbættur sykur

  • Alkólhól 5,4%
  • Rúmmál 330 ML
  • Bjór

Árið 2012 kom Bruggsmiðjan með Október Kalda á markað. Október Kaldi er rafgullið Öl, meðal fylling með nokkri beiskju. Árið 2012 vann Október Kaldi fyrsta sæti á Bjórhátíðinni á Hólum þar sem flest brugghús landsins tóku þátt.

 

Innihald

Október kaldi er öl og er hann bruggaður úr þremur tegundum af malti.
Í bjórinn eru notaðir Tékkneskir og Nýsjálenskir humlar og einnig Amerísku humlarnir Azacca.

Án rotvarnarefna. Enginn viðbættur sykur

  • Alkólhól 5,2%
  • Rúmmál 330 ML
  • Bjór

Fyrir jólin 2015 setti Bruggsmiðjan nýjan jólabjór á markað, og var það af tegundinni Porter, Súkkulaði Porter. Bjórinn fékk mikið lof og seldist mjög vel í sínu fyrsta sölutímabili, og sjáum við fram á að hann verði nú árlegur jólagestur.

Innihald

Porterinn er svartbrúnn á lit, með mikilli fyllingu og ristuðum tónum. Undirliggjandi er súkkulaðibragð sem kemur beint úr Nóa Síríus súkkulaði. Vanillu keimur, en frekar létt

Án rotvarnarefna. Enginn viðbættur sykur

  • Alkólhól 6,5%
  • Rúmmál 330 ML
  • Bjór

Kaldi IPA eða India Pale Ale er humlaríkur bjór.

Innihald

Bjórinn er öl og í hann eru notaðar þrjár tegundir af Tékknesku malti. Bjórinn er humlaður með Amerískum Citra og Mosaic.
Kaldi IPA er einnig þurrhumlaður og er hann krefjandi ævintýri fyrir bragðlaukana.

Án rotvarnarefna. Enginn viðbættur sykur

  • Alkólhól 6,0%
  • Rúmmál 330 ML
  • Bjór

Bruggsmiðjan Kaldi hefur hafið framleiðslu á sínu fyrsta léttöli, og það er Jóla Kaldi Léttöl.

Kaldi Léttöl fæst í völdum verslunum Krónunnar.

Innihald

Léttölið er rauðleitt að lit og sætt með létta beiskju, bruggað úr hágæða Tékknesku byggi og Tékkneskum humlum.

Án rotvarnarefna. Enginn viðbættur sykur

  • Alkólhól 2,25%
  • Rúmmál 330 ML
  • Léttöl

Fréttir