Heimsókn í Kalda

 

Frá og með 1.júní verða opnir kynningartímar á virkum dögum kl 14:00 - í þá þarf ekki að bóka

Ekki er boðið upp á kynningar á sunnudögum.

Best væri fyrir þig/ykkur að bóka tíma hér til hliðar og við höfum samband strax og auðið er.

Í kynningu förum við yfir framleiðslu bjórsins, sögu fyrirtækisins og gefum við smakk á þeim bjórum sem eru í boði þess um sinn.

Gengið er um verksmiðjuna sjálfa og séð allar þær vinnuaðstöður sem eru í boði.

Heimsóknin kostar 2.500 kr á mann og fylgir sérmerkt Kalda glas með.

ATH lágmarksgjald fyrir hvern hóp eru 12.000 kr.

Hver kynning er um klukkustund að lengd en þó kjósa margir að stoppa styttra og er það líka í lagi.

Við tökum vel á móti þér og þínum.