Spurt & svarað

Hér reynum við að svara algengustu spurningum sem við fáum í gegnum símann og email.

 

 

Er hægt að koma og skoða verksmiðjuna

 

Við bjóðum upp á kynningar í Bruggsmiðjunni alla daga vikunnar, opinn tími í kynningu er kl 14:00 frá mánudegi til föstudags.

 

Það kostar 2000 krónur á manninn. Klukkutími í verksmiðjunni, bjór & þitt eigið glas.

 

Hafði samband hér, og við finnum tíma sem hentar.

 

 

 

Hvernig virkar sérmerking

 

Sérmerking virkar þannig að viðkomandi þarf að panta bjórinn hjá okkur í gegnum ÁTVR eða vínveitingarleyfis kennitölu.

 

Viðkomandi sér um miðana sjálft og erum við ekki með neitt lágmarksmagn.

 

Það er ekki veittur afsláttur af sérmerkingu en á móti ekki sett neitt aukagjald ofaná hana.

 

 

 

Er hægt að leigja dælu hjá ykkur

 

Það er hægt að leigja dælu hjá okkur. Hafðu samband hér og við getum athugað hvort hún sé laus þann dag sem þú óskar eftir.

 

Er hægt að kaupa bjór hjá ykkur

 

Nei því miður, nema þú sért með vínveitingarleyfi.