Afmælis Kaldi

Þann 30 september næstkomandi verður Bruggsmiðjan Kaldi 10 ára.

Af því tilefni var bruggaður sérstakur afmælisbjór sem er 6,5% Imperial Pilsner bjór.

Afmælis kaldi er humlaður með Mosaic humlum, hefur létta og þægilega fyllingu en er með frískandi humlabragði.