Jóla Kaldi og Jóla súkkulaði porter.

Sala á jólabjórum hefst 15 nóvember í vínbúðum ÁTVR.

Í ár verðum við hjá Kalda að venju með í jólabjóraflórunni og verðum með okkar vinsæla hefðbundna jóla kalda og jóla súkkulaði porterinn sem einnig hefur slegið i gegn. 

Jóla kaldi er rafbrúnn lager bjór, hann hefur þétta fyllingu, karamellu, kryddbragð sem og smá ávöxt og þægilega beiskju.

Súkkulaði porterinn er í Baltic porter stíl og hefur gómsæta súkkulaðikennda kaffitóna, dökka ávexti, smá sætu og beiskju.