Flöskubjór
29.01.2020
Hjá Bruggsmiðjunni Kalda eru framleiddar margar tegundir flöskubjóra.
Þær tegundir sem eru fáanlegar allt árið um kring eru= Kaldi ljós sem kom fyrstur á markað eða árið 2016, Dökkur Kaldi, Norðan kaldi, Stinnings Kaldi, Kaldi IPA og nýjasti flöskubjórinn, Belgískur Tripel.
Árstíðarbundnu tegundirnar sem koma frá Kalda eru= Þorra Kaldi, Páska Kaldi, Sumar Kaldi, Jóla Kaldi og jóla Súkkulaði porter.
Allur flöskubjór frá Kalda er fáanlegur í vínbúðum ÁTVR og einnig á veitingahúsum og börum um land allt.