Þorra Kaldi

Góðan daginn.

Nú styttist í þorra kalda en hann fer í sölu hjá vínbúðum ÁTVR, fimmtudaginn 21 janúar.
þorra kaldi hefur alltaf verið mjög vinsæll og einnig hefur hann verið afar vinsæl bóndadags gjöf.
Þar sem að sölutímabilið á þorra bjórum er stutt, eða einn mánuður, þá er þorra kaldi bruggaður í takmörkuðu upplagi og viljum við þess vegna benda þeim á sem ætla að gefa bóndanum sínum slíka gjöf, sem myndi nú heldur betur gleðja hann ;) að tryggja sér þorra í tíma.

Þorra kaldi er millidökkur lager bjór og er 5,6% ALK.
Hann fer einstaklega vel með þorra matnum en er líka mjög góður einn og sér.