Velkomin(n)

Velkomin á heimasíðu Bruggsmiðjunar. Markmiðið með þessari síðu er að leyfa ykkur að fylgjast með starfsemi Bruggsmiðjunar. Á síðunni eru allar upplýsingar um fyrirtækið, allt um bjórinn Kalda, upplýsingar um bjórkynningar, myndir ofl. Ef síðan svarar ekki ykkar spurningum, þá endilega hafið samband við okkur og við munum gera okkar besta til að hjálpa ykkur.

Nýjustu fréttir

 • Stinnings Kaldi.

  Góðan daginn.
  Smá fróðleikur um stinnings kalda en hann vekur ætíð athygli ferðamanna sem heimsækja okkur og er það fyrst og fremst útaf hvönninni sem notuð er í hann og að sjálfsögðu gæði bjórsins.
  Hvönnin er handtínd í Hrísey, unnin í vökvaform hjá Saga Medica og vökvanum síðan blandað í bjórinn.
  Hvönnin hefur verið talin hafa mikinn lækningamátt og var mikið notuð til slíks hér áður fyrr, sem og nú.
  Í Stinnings kalda eru notaðar 3 tegundir af malti, Pilsen, Munich og Caram...
  el og 2 tegundir af humlum, Sladek og Hallertau ásamt hvönninni.
  Stinnings kaldi er 4,6% Alk.

 • 1 maí.

  Við hjá Bruggsmiðjunni höldum 1 maí hátíðlegan og verður þess vegna lokað hjá okkur á morgun.
  Við óskum landsmönnum til hamingju með daginn og vonum að þið njótið hans og löngu helgarinnar sem er í nánd.

  Við birtum hér alþjóðasöng verkalýðsins.

  Nallinn
  Alþjóðasöngur verkalýðsins var fyrst fluttur opinberlega í júlí 1888. Höfundur er Eugén Pottier en Sveinbjörn Sigurjónsson þýddi sönginn yfir á íslensku. Lagið er eftir Frakkann Pierre Degeyter og er frá 1888.

  Texti Nallans
  Fram, þjáðir menn í þúsund löndum,
  sem þekkið skortsins glímutök!
  Nú bárur frelsis brotna á ströndum,
  boða kúgun ragnarök.
  Fúnar stoðir burtu við brjótum!
  Bræður! Fylkjum liði í dag-
  Vér bárum fjötra, en brátt nú hljótum
  að byggja réttlátt þjóðfélag.
  Þó að framtíð sé falin,
  grípum geirinn í hönd,
  því Internationalinn
  mun tengja strönd við strönd.


 • Sérbjór.

  Nú er næsti sérbjór klár hjá okkur á dælurnar en það er Kaldi Imperial Pilsner.
  Þessi bjór er í pilsner stílnum, hann er mjúkur með þéttri fyllingu og léttri beiskju.
  Í þennan lager bjór eru notaðar tvær tegundir af Tékknesku malti og Tékkneskir humlar.
  Kaldi Imperial Pilsner er 7,7 % Alk.


 • Sumar kveđja.


  Kæru vinir.

  Við hjá Bruggsmiðjunni Kalda, óskum ykkur gleðilegs sumars með kærri þökk fyrir allt í liðnum vetri. 

   


Könnun

Hvađa Kaldi er bestur?Sjá niđurstöđur
Sjá allar kannanir

Heimsóknir

Í dag: 232
Samtals: 676910
...

Deildarval

Framsetning efnis

BRUGGSMIĐJAN Öldugötu 22::621 Árskógssandi::sími:466 2505::Fax 466 2510::email:bruggsmidjan@bruggsmidjan.is
moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskráning