Velkomin(n)

Velkomin á heimasíðu Bruggsmiðjunar. Markmiðið með þessari síðu er að leyfa ykkur að fylgjast með starfsemi Bruggsmiðjunar. Á síðunni eru allar upplýsingar um fyrirtækið, allt um bjórinn Kalda, upplýsingar um bjórkynningar, myndir ofl. Ef síðan svarar ekki ykkar spurningum, þá endilega hafið samband við okkur og við munum gera okkar besta til að hjálpa ykkur.

Nýjustu fréttir

 • Nýir bjórar.

  http://www.frettatiminn.is/matur_og_vin/fjorir_bjorar_a_leidinni_fra_kalda/

 • Páska kaldi.


  Já já það er komið að því :) páskabjóranir koma í sölu í dag, öskudag og við hjá bruggsmiðjunni erum að sjálfsögðu með páska kalda í ár, líkt og undanfarin ár.
  Páska kaldi er koparbrúnn lagerbjór.
  Í bjórinn eru notaðar fjórar tegundir af Tékknesku malti og fjórar tegundir af humlum.
  Páska kaldi er 5,2% Alkohol.

   


 • Sérbruggađir bjórar hjá Kalda.

  Nú eru spennandi og skemmtilegir tímar framundan hjá Bruggsmiðjunni.
  En næstu fjóra mánuði kemur Bruggsmiðjan Kaldi með fjórar nýjar tegundir af SÉRBRUGGUÐUM BJÓRUM, ein tegund í hverjum mánuði, sem eingöngu verður fáanlegur á börum sem selja kalda á krana.

  Fyrsti bjórinn sem kemur frá okkur er:
  Kaldi IPA eða India Pale Ale.

  ...

  Sérbjórarnir eru:

  Kaldi IPA eða India Pale Ale, er mjög humlaríkur bjór.
  Bjórinn er öl og í hann eru notaðar þrjár tegundir af Tékknesku malti og fjölbreytt samsetning af humlum, fyrir beiskju og lykt.
  Þar má nefna Chinook, Citra, Galaxy og Nelson sauvin.
  Kaldi IPA er einnig þurrhumlaður og er hann krefjandi ævintýri fyrir bragðlaukana.
  Kaldi IPA er 7,3 % Alk.

  Kaldi Barley Wine er kröftugt öl, með miklu malti og þægilegri beiskju.
  Í þennan bjór eru notaðar þrjár tegundir af Tékknesku malti og þeir skemmtilegu humlar, Galaxy og Columbus.
  Kaldi Barley Wine er 10 % Alk.

  Kaldi Imperial Pilsner er stóri bróðir Kalda ljós.
  Þessi bjór er í pilsner stílnum, hann er mjúkur með þéttri fyllingu og léttri beiskju.
  Í þennan lager bjór eru notaðar tvær tegundir af Tékknesku malti og Tékkneskir humlar.
  Kaldi Imperial Pilsner er 7,7 % Alk.

  Kaldi Belgískur Tripel sem er í stílnum Belgískt öl er nokkuð sterkur en þó mjúkur.
  Í bjórinn er notað töluvert magn af Tékknesku og Belgísku malti , Tékkneskir og Nýsjálenskir humlar og einnig Amerísku humlarnir Citra.
  Í bjórinn er einnig notaður kandís brjóstsykur til að fá sætuna sem einkennir bjórinn.
  Kaldi Belgískur Tripel er 8,0 % Alk.


 • Skemmtileg umfjöllun um Kalda bjórinn.

  http://sykur.is/2015/2822/kaldi-er-bjor-fyrir-throskad-folk-sem-kys-hollustu/

Könnun

Hvađa Kaldi er bestur?Sjá niđurstöđur
Sjá allar kannanir

Heimsóknir

Í dag: 33
Samtals: 622464
...

Deildarval

Framsetning efnis

BRUGGSMIĐJAN Öldugötu 22::621 Árskógssandi::sími:466 2505::Fax 466 2510::email:bruggsmidjan@bruggsmidjan.is
moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskráning