Allir bjórar frá Kalda eru ógerilsneyddir, án rotvarnarefna og án viðbætts sykurs (frá talinn Súkkulaði Porter sem inniheldur Síríus súkkulaði)

Bjórinn er bruggaður eftir þýsku gæðalögunum s.s. eingöngu notað þau grunnhráefni sem nota á í bjór: vatn, maltað bygg, humlar og ger.

Byggið kemur frá Tékklandi, en humlarnir frá t.d. Tékklandi, Bandaríkjunum, Ástralíu og Nýja-Sjálandi.

Bjórinn okkar

  • Kaldi Ljós

    Kaldi Ljós er fyrsti bjórinn sem Bruggsmiðjan Kaldi kom með á markað, og er einnig einn söluhæsti flöskubjórinn á Íslandi. Kaldi Ljós er lager bjór, en er bruggaður eftir Pilsner hefðinni, svo hann flokkast sem slíkur. Í Ljósan Kalda notum við 2 tegundir af Malti (Pilsen(Pilsner) og Caramel) og þrjár tegundir af humlum (humlum, hop extract, Sladek, Saaz). Gerjunartími er 4 vikur.

    ALKÓLHÓL 5%

  • Kaldi Dökkur

    Kaldi Dökkur er annar bjórinn sem Bruggsmiðjan setti á markað. Þessi dökki Pilsner er rafbrúnn á lit með mikilli fyllingu, ristuðu malti og karamellu keim. Kaldi dökkur á sér afar tryggan kúnnahóp sem stækkar meir og meir. Í dökkan kalda notum við fjórar tegundir af byggi (Pilsen, Munich, Caramel og colour) og þrjár tegundir af humlum (hop extract, Sladek, Saaz). Gerjunartíminn er 4 vikur)

    ALKÓLHÓL 5%

  • Jóla Kaldi

    Jóla Kaldi er löngu orðinn stór hluti af jóla-hefðinni hjá íslenskum bjórunnendum. Bruggararnir okkar leggja sig alla fram við að gera hann sem bestan og eru í jólaskapi á meðan. Jóla Kaldi hefur oft verið valin besti jólabjórinn á Íslandi og við höfum jafnvel lent í að hann selst upp áður en síðasti jólasveinninn kemur til byggða. Jóla Kalda notum við þrjár tegundir af malit (Pilsen, Munich og Caramel), tvær tegundir af humlum (hop extract og Saaz). Gerjunartíminn er 4 vikur.

    Alkahól 5,4%

  • Kaldi Lite

    Kaldi Lite er 4.4% og því léttur og ljúfur. Hann er ekki bara léttur á bragðið heldur er hann jafnframt kolvetnaskertur og því færri hitaeiningar en í hefðbundnum bjór. Þessi er í uppáhaldi hjá þeim sem vilja vera léttir á sér. Ljósgullinn. Ósætur, léttur, hverfandi beiskja. Rísandi sól. Í Kalda Lite notum við 2 tegundir af malti (Pilsen og Caramel) og 3 tegundir af humlum (hop extract, Sladek, Saaz). Gerjunartími á Lite er 4 vikur.

  • Norðan Kaldi

    Norðan Kaldi er þriðja tegundin frá Bruggsmiðjunni, og jafnframt fyrsta ölið sem kom frá Kalda .Norðan Kaldi er Amber Öl að breskri fyrirmynd. Gerjaður á tæpum 20 gráðum með ensku Nottingham geri. Humlarnir eru nýsjálenskir Wakatu humlar sem gefa sérstakan og skemmtilega keim af blómum og þurkuðum ávöxtum, fallegi rafbrúni koparliturinn kemur frá tékknesku caramel byggi sem gefur líka keim af karmellu og kandís Gerjunartími er 4-5 vikur. Hann gerjast mjög hratt í byrjun en tekur svo langan tíma að þroskast.

    ALKÓLHÓL 5.4%

  • Áfengislaus Kaldi

    Áfengislaus Kaldi koma á markað í Júní 2023 og er fyrsta áfengislausa varan frá Kalda. Útkoman er braðgmikill og góður óáfengur kostur.

  • Kaldi IPA

    Kaldi IPA er Indian Pale Ale af Bandarískri fyrirmynd. Bandaríska US-05 gerið gefur bjórnum tæra og þurra fyllingu. Amerísku Humlarnir: Simcoe, Citra og Mosaik gefa öfluga beiskju og sterkann keim af suðrænum ávöxtum sem skilar sér ennig vel út í lyktinna.

  • Jóla súkkulaði porter

    Súkkulaði Porter. Undirgerjaður Porter með tékkneska lager gerinu okkar. Dökkt og ristað bygg gefur bjórnum dökkan lit og ristað eftirbragð. Sæt og mjúk fylling. Í Humla suðu er síðan bætt við Nóa Siríus súkkulaði og Kakó dufti sem gefur skemmtilegan súkkulaði keim. Tékkneskir Saaz humlar notaðir til að gefa jarðbunda beiskju til móts við sætuna.

  • Kaldi Tripel

    Kaldi Tripel er Belgískt öl bruggað með belgísku Abbey geri á háu hitastigi sem gefur mikin og flókin keim af ávöxtum og smá kryddi. Notast er við mkið magn af tékkneski byggi meða annars caramel byggi sem gefur bjórnum dökkan koparlit, bragð af dökkri karmellu og öfluga fyllingu. Einnig til að ná vínandanum upp í heil 9,3 % er bætt við Kandís sem gefur aukin gerjanlegan sykur og jú, keim af kandis og smá sætu.